Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Björn Leví: „Píratar eru ekki alþýðuflokkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ef marka má umræðu á samfélagsmiðlum þá virðast Píratar vera helstu andstæðingar verkalýðshreyfingarinnar, í það minnsta kvarta þeir sárast undan Sólveigu Önnu Jónsdóttir, formanni Eflingar, Vilhjálmi Birgissyni, formanni Starfsgreinasambandsins, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Þetta hefur komið sumum á óvart enda flokkurinn talinn hallast til vinstri í huga margra.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður flokksins, tekur af allan vafa um þetta í athugasemd við færslu Jæja. Sú færsla fjallar einmitt um orð Helga Hrafns Gunnarsson, fyrrverandi þingmanns, sem lýsir sig yfir sem andstæðing verkalýðshreyfingarinnar. Björn svarar athugasemd Guðnýjar Bjarkar Ármannsdóttur en hún segir að Píratar hafi aldrei staðið með verkafólki.

Hún skrifar: „Píratar eru ekki og voru aldrei alþýðuflokkur. Þeir slá í og úr með fyrir hvað þeir standa til þess að hala inn atvæðum úr sem flestum áttum. Þeir voru alltaf með hroka gagnvart kjarabaráttu verkalýðsins. En mjög hrifnir af baráttu BHM og hjúkrunarfræðinga. Því hún er við ríkið þannig að hún gefur þeim tækifæri til þess að dansa í alþingispontunni og komast kannski í sjónvarpið.“

Björn svarar, maldar nokkuð í móinn en jánkar þó. „Píratar eru borgararéttindaflokkur. Mjög mikið af þeim borgararéttindum hafa fengist í gegnum verkalýðsbaráttu. Við lögðum fram frumvarp um styttingu vinnuviku, sem var eitt af aðal baráttumálunum í síðustu lotu kjarasamninga. Píratar eru lika lýðræðisflokkur, með áherslu á beint lýðræði. Verkalýðsbaráttan hefur verið lýðræðisbarátta í gegnum árhundruðin,“ segir Björn.

Hann segir að Píratar séu engir jafnaðarmenn. „Píratar eru hins vegar ekki sósíalistar. Við viðurkennum að eignarrétturinn er til, við segjum bara að hann sé ekki til alls staðar (og erum þannig ekki kapítalistar heldur). Þannig að það fer eftir því hvað þú meinar með alþýðuflokkur, ef þú verður ekki alþýðuflokkur nema hafna eignarrétti þá eru Píratar ekki alþýðuflokkur. Annars held ég að Píratar tékki í öll önnur boxin hvað það varðar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -