Björn Leví Gunnarsson segir greinilegt að kveðja Elon Musk hafi verið nýnasistakveðja og færir fyrir því rök í nýrri Facebook-færslu.
„Það er nefnilega nauðsynlegt að kalla hlutina réttu nöfnunum. Þetta _er_ fasista/nasistakveðja. Það sem ef ekkert hægt að fullyrða um er hvort þetta var meint sem slík kveðja.“ Þannig hefst Facebook-færsla fyrrverandi þingmanns Pírata, Björns Levís Gunnarssonar. Í færslunni færir hann rök fyrir þeirri staðhæfingu að Elon Musk hafi, í innsetningarhátíð Donalds Trump, verið að gefa nasistakveðju er hann sló sér á bringu og útrétti höndina og það tvisvar sinnum. Björn Leví hélt áfram:
„Hér er hægt að skoða nokkur atriði í þessu samhengi. Hópar nýnasista þekktu þetta sem kveðju til sín. Ansi margir hafa samt reynt að verja þetta látbragð Musk með því að bera saman ljósmyndir af ýmsu öðru fólki sem virðist vera að gera sama látbragðið, en í myndbandi sést augljóslega að látbragðið er öðruvísi. Enda hægt að veifa hendi á alls konar hátt sem getur litið út fyrir að vera fasistakveðja í einum ramma þeirrar kveðju (https://www.reuters.com/…/image-shows-aoc-hugging-us…/). Ég veit ekki til þess að nýnasistar hafi tekið neina af þeim kveðjum til sín heldur. Þannig að þar er bara um klassíska afvegaleiðingu að ræða.“
Og enn heldur hann áfram:
„Leiðum þá hugann að þessu atviki og horfum á það bara út frá því sem gerðist. Þarna er tvímælalaust gerð fasistakveðja (hver svo sem meiningin þar á bak við var) með orðunum að hjarta hans færi til áheyrenda. Myndband frá 2023 sýnir Musk nota sömu orð en annað látbragð (https://www.instagram.com/reel/DFK9bBhJWes/?igsh=MWxuZjN6bTA0cm04Yg==) – þannig að þetta er ekkert ný kveðja. Látbragðið með kveðjunni er hins vegar nýtt.“
Því næst beinir Björn Leví orðum sínum að þeim sem verja kveðjuna umdeildu:
„Ok, hvar erum við þá stödd með þetta. Ef allir sem benda á önnur dæmi um svona kveðju þekkja þær kveðjur sem fasistalegar, en ekki þessa kveðju – þá erum við á dálítið spes stað. Ég veit að tilgangur þess samanburðar er að spyrja fólk af hverju það gagnrýndi ekki einhverja aðra fyrir svipað látbragð, að láta eins og hér sé um hræsni að ræða. En það kaldhæðnislega við það er að í því felst samþykki á því að líkindi kveðju Musk við fasistakveðju séu það mikil að það verði að pakka í vörn.“
Björn Leví bendir einnig á það í færslunni að Musk hafi aldrei neitað því opinberlega að kveðjan hafi ekki verið nýnastakveðja.
„En pælum þá í því einfalda. Hættum að flækja hlutina alltaf. Ef þetta var ekki meint sem nýnasistakveðja (já, það eru þrjú orð notuð hérna um þetta, nasista/fasista/nýnasista – nýnasista er líklega réttast en hin orðin eru upprunalega tilvísunin fyrir sögulegt samhengi) … ef þetta var ekki meint svoleiðis, af hverju er þá svona erfitt að segja það bara? Allir aðrir virðast geta sagt fyrir Musk að hann hafi ekki gert nýnasistakveðju (jú, augljóslega) eða ekki meint þetta sem slíka kveðju (við vitum það ekki af því að hann neitar að segja það beint út).“
Að lokum spyr Píratinn af hverju Musk geti ekki svarað spurningunni um kveðjuna beint en hann segir ástæðuna vera þá að Trump treysti á stuðning nýnasista.
„Af hverju neitar hann að segja það bara beint út? Af hverju getur hann ekki svarað þessari spurningu beint? Af hverju er svarið bara pólitískt óbeint svar?
Jú, af því að Trump stólar á stuðning þessara hópa. Þetta voru hóparnir sem hann hrósaði eftir 6. janúar. Sagðist elska (https://youtu.be/zJ2P7XHHYjw?si=_9BJCs-92yU1VXLm).
Þetta er pólitíkin í hnotskurn. Þetta er og verður nýnasistakveðja af því að þannig lítur þetta út þangað til Musk segir það í mjög skýru og beinu máli að þetta sé ekki slík kveðja. Enginn annar hefur átt erfitt með að neita fyrir slíka ásökun í beinum orðum.“
Kveðjan umdeilda:
If it walks like a Duck, Quacks like a duck…
That piece of garbage, Elon Musk, openly supports AFD in Germany and uses a salute that is favored by the NAZIs (don’t come at me with that ancient Roman nonsense when real modern Nazis are using it right now). He’s a fascist. pic.twitter.com/EYEKbja0dQ
— SuperDave (@Thatguyintwitmo) January 21, 2025