Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Björn Leví sakar Bjarna Ben um blekkingar: „Þetta er svona sjónhverfing. Sjáið tekjuveisluna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Leví Gunnarsson sakar Bjarna Benediktsson um blekkingar varðandi stöðu ríkissjóðs.

Píratinn Björn Leví Gunnarsson heldur áfram að vera þyrnir í augum Sjálfstæðisflokksins með aðhaldi sínu, í nýrri færslu á Facebook. Þar tekur hann fyrir stöðu ríkissjóðs en Björn Leví bendir á að afkoma ríkisins hafi verið neikvæð um 130 milljarða árið 2021 og neikvæð um 175 milljarða í fyrra. „Á sama tíma montar fjármálaráðherra sig af auknum tekjum ríkissjóðs … þegar útgjöld jukust meira,“ skrifar Píratinn og heldur áfram. „Þetta er svona sjónhverfing. Sjáið tekjuveisluna… ekki horfa á útgjöldin. Nei, ekki horfa þangað!“

Björn Leví spyr síðan hvort ráðherrar eigi ekki að „sinna starfi sínu af alúð, trúmennsku og heiðarleika.“ Þá spyr hann einnig: „Hverjum finnst þessi vinnubrögð vera einkennandi fyrir trúmennsku og heiðarleika? Svona í smá alvöru. Ég hef í alvörunni áhuga á að heyra það útskýrt hvernig þetta er ekki léleg tilraun til þess að blekkja fólk.“

Færsluna má lesa í heild hér fyrir neðan:

„Afkoma ríkisins neikvæð um 130 milljarða árið 2021 og neikvæð um 175 milljarða í fyrra.

Á sama tíma montar fjármálaráðherra sig af auknum tekjum ríkissjóðs … þegar útgjöld jukust meira.
Þetta er svona sjónhverfing. Sjáið tekjuveisluna
… ekki horfa á útgjöldin. Nei, ekki horfa þangað!
Hvernig er það, eiga ráðherrar ekki að sinna starfi sínu af alúð, trúmennsku og heiðarleika?
Hverjum finnst þessi vinnubrögð vera einkennandi fyrir trúmennsku og heiðarleika? Svona í smá alvöru. Ég hef í alvörunni áhuga á að heyra það útskýrt hvernig þetta er ekki léleg tilraun til þess að blekkja fólk.

Jú, jú. Frumjöfnuður er jákvæður. En það eina sem það segir okkur er að vaxtagjöld eru einmitt ennþá verri en þau voru … og ef frumjöfnuður var jákvæður upp á 7 milljarða króna á meðan það er 22 milljarða afgangur af framkvæmdum við nýja Landsspítalann verður maður að spyrja hver borgar brúsann fyrir þennan jákvæða frumjöfnuð. Bara miðað við þetta væri hægt að segja að seinkun á nýjum Landspítala leiði til þess að BB getur sagst vera í tæknilegum plús á frumjöfnuði.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -