Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifaði í gær færslu á samfélagsmiðla í kjölfar VMA-máls Sigmundar Davíðs þar sem hann greinir frá því sama dag hafi verið staddur í Fjölbrautarskólanum í Ármúla ásamt öðru fulltrúi stjórnmálaflokkanna sem eru í framboði. Í færslunni segir Björn að fulltrúi Miðflokksins, sem Björn nafngreinir ekki, hafi logið að nemendum skólans.
„Þetta er dálítið einföld mynd af því hvað er að í íslenskri pólitík. Hérna er frambjóðandinn sem segist vilja skynsemishyggju og vilji ræða innihaldið en ekki umbúðirnar … að uppnefna skólastjóra og umorða taggið sitt á varning sem aðrir flokkar voru að gefa sem skreytingu,“ skrifar þingmaðurinn.
Guðlaugur Þór fór einnig með rangt mál
„Í dag var ég svo í gamla fjölbrautarskólanum mínum í Ármúla þar sem fulltrúi Miðflokksins beinlínis laug að nemendum að Simmi-D hefði borgað of mikla skatta hérna um árið eftir Panamaskjölin – þegar hann sótti um leiðréttingu á skattframtali sínu vegna vangreiddra skatta.