Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Björn Leví segir ríkislögreglustjóra sýna óviðeigandi hegðun: „Svona viðburður er spilling“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, fer ekki fögrum orðum um Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og sakar þær um spillingu í nýjum pistli sem hann birti á samfélagsmiðlinum Facebook nú í morgun.

Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum?“ spyr Björn í pistlinum.

„Dómsmálaráðherra í starfsstjórn er ekkert að kynna neina stefnu nema sem frambjóðandi til kosninga fyrir næsta kjörtímabil. Ráðherra hefur ekkert umboð til neinnar stefnumótunar – og hvað þá að ríkislögreglustjóri hjálpi til í þeirri kosningabaráttu,“ en Björn vísar til þess að dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri hafa boðað til fundar þar sem stefna stjórnvalda í málefnum landamæra verður kynnt.

„Það sjá kannski ekki allir hvernig svona viðburður er spilling. En svona misnotkun á völdum er það nú samt.

Það væri ekkert að því að dómsmálaráðherra myndi boða til fundar um stefnumál sín sem frambjóðandi. En þegar hún mætir með ríkislögreglustjóra sér til stuðnings þá er það skrefi of langt. Hvaða aðrir flokkar hafa möguleika á því að fá opinbera aðila eins og lögregluna með sér í kosningabaráttuna? Gætu Píratar fengið landlækni til þess að mæta á fund um afglæpavæðingu og skaðaminnkun og styðja framboðið? Nei, auðvitað ekki. Það væri óviðeigandi.

Alveg eins og þetta,“ skrifar Björn að lokum.

May be an image of text
Skjáskot sem Björn setti með pistlinum sínum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -