Björn Leví Gunnarsson segir það sjálfsagt að almenningur eigi að vita hverjir hafi keypt hlut ríkisins í Íslandsbanka en Seðlabanki Íslands er á öðru máli.
Þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson skrifaði færslu við frétt Heimildarinnar þar sem sagt er frá umsókn Seðlabankans til úrskurðarnefndar um upplýsingamál en þar er því haldið fram að upplýsingar um sátt Seðlabankans við Íslandsbanka, sem strikað er yfir, sé háð þagnarskyldu. Heimildin kærði synjun Seðlabankans á afhendingu upplýsinganna til úrskurðarnefndarinnar.
Björn Leví deildi fréttinni og skrifaði eftirfarandi færslu við hana:
„“Að mati Heimildarinnar eiga upplýsingarnar sem strikað var yfir ríkt erindi við almenning, enda var um að ræða sölu á ríkiseign sem nú liggur fyrir að var framkvæmd með ólögmætum hætti.“