Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Björn Leví um leynd Seðlabankans: „Auðvitað eiga seljendur að vita hverjir kaupendurnir eru“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Leví Gunnarsson segir það sjálfsagt að almenningur eigi að vita hverjir hafi keypt hlut ríkisins í Íslandsbanka en Seðlabanki Íslands er á öðru máli.

Þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson skrifaði færslu við frétt Heimildarinnar þar sem sagt er frá umsókn Seðlabankans til úrskurðarnefndar um upplýsingamál en þar er því haldið fram að upplýsingar um sátt Seðlabankans við Íslandsbanka, sem strikað er yfir, sé háð þagnarskyldu. Heim­ild­in kærði synj­un Seðla­bank­ans á af­hend­ingu upp­lýs­ing­anna til úr­skurð­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Björn Leví deildi fréttinni og skrifaði eftirfarandi færslu við hana:

„“Að mati Heimildarinnar eiga upplýsingarnar sem strikað var yfir ríkt erindi við almenning, enda var um að ræða sölu á ríkiseign sem nú liggur fyrir að var framkvæmd með ólögmætum hætti.“

Það skiptir svo sem ekki máli hvort framkvæmdin var ólöglega framkvæmd eða ekki. Það er verið að selja almenningseign. Auðvitað eiga seljendur (almenningur) að vita hverjir kaupendurnir eru. Auðvitað á almenningur að vita hvernig umboðsaðilar sölunnar (ríkisstjórnin og framkvæmdavaldið) sinnir sölumeðferðinni.
Það er allt of oft verið að reyna að fela það sem á að vera opinbert. Útkoman úr því verða tafir og vantraust. Gerum betur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -