Mánudagur 20. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Björn Leví um tjáningafrelsið: „Almenn kurteisi að hlusta á fólkið sem gagnrýnin beinist að“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Björn Leví Gunnarsson ræðir meðal annars um tjáningafrelsið, gerendur og þolendur í nýrri Facebook-færslu.

Píratinn Björn Leví Gunnarsson birti myndabrandara á Facebook í dag þar sem gert er grín að umræðunni um frelsi einstaklingsins og skrifar síðan hugleiðingar um málið.

„Er þetta ekki það sem er að gerast?

Samfélagið verður að vera þannig að það sé pláss fyrir okkur öll til þess að vera eins og við erum svo lengi sem það skaðar ekki annað fólk. Það verður að vera pláss fyrir hægra fólkið, vinstra fólkið, samkynhneigða fólkið, trúrækna fólkið og hvaðeina …“ Björn Leví byrjar færsluna með þessum orðum en skoðar málið svo betur.

„En skoðum þetta aðeins nánar. Á ekki að vera pláss fyrir fólkið sem hefur þá skoðun að það eigi einmitt ekki að vera pláss fyrir trans, islam, … ? Má það fólk ekki tjá skoðanir sínar? …

Jú, það má það … en. Og þetta er risastórt en. Það er _mjög_ auðvelt fyrir slíkar skoðanir að hafa skaðleg áhrif á þá hópa sem „mega ekki vera til“. Ef þú ert með slíka skoðun, þá verður nefnilega að grípa til einhverra aðgerða til þess að koma í veg fyrir tilvist þeirra hópa sem eiga ekki að vera til staðar. Það „verður“ að banna þungunarrof … svona svo nýlegt dæmi sé nefnt.“

Þá segir Björn Leví það umdeilanlegt hvenær skaðinn skeður og skilgreinir muninn á hópi gerenda og hópi þolenda.

„Hvenær skaðinn gerist er umdeilanlegt en það er bara almenn kurteisi að hlusta á fólkið sem gagnrýnin beinist að, um meintan skaða. Það á líka við um fólkið sem hefur meintu skaðlegu skoðanirnar. Munurinn á þessum tveimur hópum, þeim sem eru mögulega að verða fyrir skaða og þeim sem eru mögulega að valda skaða, er mjög mikill. Annar er hópur mögulegra gerenda og hinn er hópur mögulegra þolenda. Það snýst ekki við þegar tjáningu mögulegra gerenda er andmælt, jafnvel harkalega. Meintir gerendur verða _ekki_ að þolendum þegar þeir eru krafðir um að standa skil á orðum sínum.
Með öðrum orðum, þegar þessum gaur þarna sem finnst frelsið ekki virka svona er andmælt … þá er ekki verið að troða á tjáningafrelsi hans.“

Hér má sjá myndabrandarann:

Gæti verið mynd af 1 einstaklingur og texti

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -