Föstudagur 25. október, 2024
4.9 C
Reykjavik

Björn segir hegðun Katrínar óábyrga: „Þetta er svo mikill leikur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vera að „trolla Íslendinga varðandi hvort hún ætli framboð til forseta Íslands eða ekki. Þá sé mjög óábyrgt af forsætisráðherra að starfa eins og Katrín hefur gert í þessu máli en Katrín hefur gefið það út að hún muni taka ákvörðun á næstu dögum.

„Þetta er svo mikill leikur,“ skrifar þingmaðurinn á samfélagsmiðilinn Facebook. Opinberar ákvörðun á allra næstu dögum. Á meðan eru þingflokkar að hittast og ræða stöðuna.
Að mínu mati þýðir það bara eitt, að það er búið að taka ákvörðunina og það er verið að ræða hvað gerist í kjölfarið. Katrín er að gefa ríkisstjórnarflokkunum svigrúm til þess að skipuleggja viðbrögð sín við þessari ákvörðun.“

Katrín er að „trolla“

„Ef Katrín er ekki búin að taka ákvörðun og niðurstaðan verður að hún ætli ekki í framboð þá er þetta stæsti 1. apríl sem til er,“ heldur Björn áfram. „Á internet málinu kallast þetta trolling, og mér finnst mjög óábyrgt af sitjandi forsætisráðherra að starfa þannig. Ég ætla því að gefa mér að þetta sé ekki trolling, heldur er hún búin að taka ákvörðun og hún er bara að gefa samstarfsfólki sínu svigrúm til þess að skipuleggja sig áður en hún opinberar ákvörðunina.

Hvað segið þið, eru margir rauðvínspottar í gangi um þetta?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -