Björn Birgisson veltir fyrir sér ástæðunni fyrir brotthvarfi Helgu Völu úr þingmennsku.
Helga Vala Helgadóttir tilkynnti nokkuð óvænt brotthvarf sitt af þingi í morgun en hún ætlar nú að hefja aftur störf sem lögmaður. Björn Birgisson samfélagsrýnir veltir ástæðunni fyrir sér í færslu á Facebook í dag. Minnist hann á þann orðróm að Helga Vala og Kristún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar hefðu ekki átt í góðum samskiptum en segir að Helga Vala hafni þeim orðrómi. „Það er hennar opinbera skýring og þá gildir hún.“
Færsluna má lesa hér:
„Óvænt brotthvarf Helgu Völu Helgadóttur af þingi vekur mikla athygli og vekur upp ýmsar spurningar.