Björn Birgisson furðar sig á skipun nýs þingflokssformanns Sjálfstæðismanna.
Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson hittir oftar en ekki naglann á höfuðið þó ekki séu kannski allir sammála því, fer sjálfsagt eftir flokkslínum eins og oft hér á landi. Í nýrri færslu á Facebook furðar Björn sig á því að Hildur Sverrisdóttir hafi tekið við Óla Birni Kárasyni sem þingflokksformaður Sjálfstæðismanna. Vill hann meina að horft hafi verið framhjá Vilhjálmi Árnasyni. „Að sögn fékk hann ekki starfið vegna þess að hann er Guðlaugsmaður, en Hildur Sverrisdóttir er hörð Bjarna manneskja, þingkona með stuttan reynslutíma.“
Færsluna má lesa hér fyrir neðan:
„Óli Björn Kárason hættur sem þingflokksformaður Sjalla! Laus staða!