Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Björn Valur hjólar í Vinstri græna og formanninn: „Hann er ekki leiðtogi sem fólk ætlar að fylgja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Valur Gíslason, skipstjóri og fyrrum þingmaður og varaformaður Vinstri Grænna, segir að skipta þurfi út flestum þingmönnum Vinstri grænna, svo hægt sé að blása nýju lífi í flokkinn, sem nú mælist með sögulega lágt fylgi í skoðanakönnunum og næðu ekki á þing ef kosið yrði í dag.

Björn Valur Gíslason var einn af gestum Silfursins í síðasta þættinum fyrir sumarfrí en þar var stjórnmálaveturinn gerður upp. Fór Björn Valur mikinn og var afar gagnrýninn á sinn gamla flokk.

„Flokkurinn er í miklum vandræðum núna,“ segir hann. „Við vorum með fínan formann sem naut vinsælda þvert á flokka og mikils trausts í samfélaginu eins og komið hefur fram. Við eigum ágætan ráðherra og slagsmálahund í Svandísi,“ segir Björn en telur að með þessu sé hæft fólk innan flokksins upptalið.

„Þessi tvö höfðu ekki mikinn stuðning úr baklandinu, hvorki frá flokksmönnum og ekki úr forystusveitinni og þá er ég að tala um þingflokk og sveitastjórnarfólk,“ segir Björn Valur og heldur áfram. „Það er enginn að tala máli Vinstri grænna í dag,“ segir hann og segir að í raun hafi enginn talað máli Vinstri grænna að undanförnu.

Þá er Björn Valur síður en svo ánægður með Guðmund Inga Guðbrandsson, núverandi formann flokksins.

„Nú lýtur flokkurinn forystu varaformannsins fram að landsfundi sem hefur þrátt fyrir sjö ára setu í ríkisstjórn einhvern veginn ekki orðið að stjórnmálamanni. Hann er ekki formaður eða leiðtogi sem fólk ætlar að fylgja,“ segir hann.

- Auglýsing -

„Það sem ég myndi ráðleggja þeim að gera er að halda í þessa einn, tvo, kannski þrjá sem eru brúklegir til verka enn þá, hverjir sem það eru, sem kunna pólitík og kunna að tala pólitísku og hafa þessa seiglu sem þarf í ríkisstjórnarsamstarf,“ segir Björn Valur.

Og enn heldur hann áfram:

„Það þarf að halda í þetta fólk sem er í stjórnmálum og talar sem slíkt og hefur hegðað sér sem slíkt en hinu fólkinu þarf einfaldlega að skipta út,“ segir hann og tekur fram að slíkt hafi verið gert áður. Nefnir hann sem dæmi að Samfylkingin hafi skipt um forystu eftir að hún beið afhroð í kosningum fyrir átta árum síðan og hlaut 5,7 prósenta fylgi.

- Auglýsing -

„Þetta er ekki ný uppfinning en þetta er það sem þarf að gera,“ segir Björn Valur.

Björn Valur fór síðan í stuttu máli yfir síðustu ár til að skýra betur út hvernig þróun Vinstri Grænna hefur verið.

„Síðan 2007 hafa sex stjórnmálaflokkar myndað níu ríkisstjórnir á Íslandi,“ segir hann og bendir á að Samfylkingin hafi á þessu tímabili átt sex formenn og Framsóknarflokkurinn hafi klofnað og Miðflokkurinn stofnaður í kjölfarið. Aukreitis hafi Sjálfstæðisflokkurinn klofnað og Viðreisn mynduð.

„Og af öllum þessum níu ríkisstjórnum hefur engin þeirra staðið nema þær sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur verið annaðhvort hryggjarstykkið í eða leitt,“ segir Björn Valur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -