Fimmtudagur 24. október, 2024
1.6 C
Reykjavik

Björn Zoëga hættir sem forstjóri Karólínska háskólasjúkrahússins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Zoëga er búinn að segja upp starfi sínu sem forstjóri Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá sjúkrahúsinu að Björn Zoëga, sem hóf störf sem forstjóri Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi árið 2019, hafi sagt upp störfum. Þar kemur fram að leiðtogahæfni hans og gott samstarf við starfsfólk spítalans, eigi stórar part í því að sjúkrahúsið standi nú á traustari grunni en það hefur gert í langan tíma.

Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að mikil þróun hafi orðið í menntun og rannsóknum á Karólínska háskólasjúkrahúsinu og að í starfsmannakönnun í fyrra hafi sjúkrahúsið bætt árangur sinn á öllum sviðum. Aukreitis hafi spítalinn verið valið í hópi bestu sjúkrahúsa Evrópu og sagt sjötta besta sjúkrahús heimsins, samkvæmt tímaritinu Newsweek.

Björn ku hætta störfum 4. mars en þá mun Patrik Rossi, aðstoðarforstjóri taka tímabundð við starf forstjóra.

RÚV sagði frá málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -