Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Bjössi um föðurmissinn og uppeldi í alkóhólisma: „Fjórtán ára var ég tekinn út úr aðstæðunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég gleymi því aldrei þegar ég fer aftur fram. Kennarinn fer á undan mér og segir krökkunum að ég sé búinn að missa pabba minn og þegar ég kem fram tekur bara á móti mér þrúgandi þögn og allir horfðu á mig en enginn vissi hvað hann átti að segja.“

Þetta segir Björn Stefánsson, leikari og tónlistarmaður, í helgarviðtali Fréttablaðsins, um það þegar hann missti föður sinn úr krabbameini. Björn, eða Bjössi eins og hann er jafnan kallaður, var staddur í skólaferðalagi í Reykjaskóla þegar áfallið dundi yfir. Fyrsta kvöldið var hann sóttur af kennaranum, sem fór með hann inn á skrifstofu þar sem móðir hans beið í símanum. Í símtalinu sagði hún Bjössa að faðir hans væri dáinn.

„Það má alveg deila um það hvort það hefði verið hægt að tækla þetta betur, hún spyr hvort ég vilji að hún komi og sæki mig en ég segist vilja vera þarna áfram, ætli ég hafi ekki bara verið að reyna að fresta þessu og þeirri staðreynd að þetta væri raunverulegt,“ segir Bjössi í viðtalinu.

Foreldrar Bjössa voru skilin en hann hafði mikið verið hjá föður sínum á spítalanum áður en hann dó.

„Ég sá að hann var að hrörna en ég hélt alltaf í vonina, sem er svo ótrúlega ævintýraleg hugsun,“ segir Bjössi.

Bjössi segir það hafa tekið hann langan tíma að vinna úr áfallinu við föðurmissinn. Það er þó ekki það eina sem hann hefur þurft að vinna úr varðandi uppvöxt sinn. Bjössi er alinn upp í brotnu umhverfi við alkóhólisma. Þegar faðir hans lést bjó móðir hans með fósturföður hans, en sá drakk mikið.

- Auglýsing -

„Heimilislífið hjá mér þegar ég var lítill var í engum skorðum og það ríkti mikið stjórnleysi en maður bara einhvern veginn þraukar. Þegar ég var fjórtán ára var ég tekinn út úr aðstæðunum, þetta var bara orðið hættulegt og ég flutti til bróður míns, hann tók mig að sér. Hann er rosalega góður og það eru þau öll systkini mín. Ef ég hefði ekki átt þau þá væri sagan einhvern veginn öðruvísi,“ segir Bjössi.

„Ástæðan fyrir því að ég tala um þetta er samt sú að þó að maður alist upp í svona aðstæðum þá er hægt að gera allt sem maður vill ef maður vinnur í sjálfum sér.“

 

- Auglýsing -

Helgarviðtal Fréttablaðsins má nálgast hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -