Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Blammerar Múlaþing:„Ef ég væri Seyðisfjörður myndi ég sækja um skilnað úr þessu léléga hjónabandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Katrín Oddsdóttir segir forsendubrest vera kominn í sameiningu sveitarfélaga fyrir austan.

Lögfræðingurinn Katrín Oddsdóttir er afar ósátt, eins og 75 prósent Seyðfirðinga, með fyrirætlanir sveitarstjórnar Múlaþings að leyfa sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Bendir lögfræðingurinn á texta sem birtist á heimasíðu hins nýja sveitarfélags þann 25. mars 2022 og þá sérstaklega á eftirfarandi texta: „og um leið er byggðarkjörnunum áfram tryggt ákvörðunarvald í mikilvægum málum sem snerta nærsamfélagið með heimastjórnum á hverjum stað“. Segir Katrín að þar sem nú eigi að leyfa sjókvíeldi í Seyðisfirði þrátt fyrir mikla andstöðu heimamanna, sé nú kominn forsendubrestur fyrir sameiningunni.

Hér má lesa færslu Katrínar:

„SVIKSAMLEG SAMEINING?

Hér er mynd af texta á heimasíðu Múlaþings sem birtist þar þann 25. mars 2022.
Nú, tveimur og hálfu ári síðar, á að kúga Seyðfirðinga til þess að sætta sig við mengandi sjókvíaeldi sem 75% bæjarbúa vilja ekki.
Sjókvíaeldi sem mun ógna siglingaöryggi heimamanna.
Í lögfræðinni væri þetta kallað forsendubrestur.
Mikið finnst mér sveitarstjórnarfólk í Múlaþingi vera ósvífið að halda þessum eldisplönum til streitu – væri þetta samningur á almennum markaði myndi þetta vera veruleg vanefnd af hálfu viðsemjenda og hægt að rifta honum af þeirri ástæðu.
Ömurleg vanvirðing og ólýðræðisleg framkoma að mínu mati!“

Í athugasemd við eigin færslu, skrifar Katrín aukreitis:
„Margir Seyðfirðingar sem ég þekki segjast hafa kosið með sameiningu á sínum tíma því þeim var sagt að þá kæmu göng undir Fjarðarheiði, sem er auðvitað öryggismál fyrir bæjarbúa.

Það bólar ekki á göngum.
Þvert á móti er öryggi þeirra teflt í hættu með sjókvíaeldisáformum sem minnka siglingaröryggi.
Ég á vart orð yfir það hvað mér finnst þetta vera lágkúruleg hegðum af Múlaþingi.
Ef ég væri Seyðisfjörður myndi ég sækja um “skilnað” úr þessu léléga hjónabandi. Makinn villti massift á sér heimildir, því miður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -