Lögfræðingurinn Katrín Oddsdóttir er afar ósátt, eins og 75 prósent Seyðfirðinga, með fyrirætlanir sveitarstjórnar Múlaþings að leyfa sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Bendir lögfræðingurinn á texta sem birtist á heimasíðu hins nýja sveitarfélags þann 25. mars 2022 og þá sérstaklega á eftirfarandi texta: „og um leið er byggðarkjörnunum áfram tryggt ákvörðunarvald í mikilvægum málum sem snerta nærsamfélagið með heimastjórnum á hverjum stað“. Segir Katrín að þar sem nú eigi að leyfa sjókvíeldi í Seyðisfirði þrátt fyrir mikla andstöðu heimamanna, sé nú kominn forsendubrestur fyrir sameiningunni.
Hér má lesa færslu Katrínar:
„SVIKSAMLEG SAMEINING?
Í athugasemd við eigin færslu, skrifar Katrín aukreitis:
„Margir Seyðfirðingar sem ég þekki segjast hafa kosið með sameiningu á sínum tíma því þeim var sagt að þá kæmu göng undir Fjarðarheiði, sem er auðvitað öryggismál fyrir bæjarbúa.