- Auglýsing -
Knattspyrnulið Breiðabliks er nálægt því að brjóta blað í sögu fótbolta á Íslandi.
Karlalið Blika í knattspyrnu var rétt í þessu að vinna leik í umspili fyrir riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og keppti þar á móti FC Struga frá Norður-Makedóníu. Breiðablik sigraði leikinn 0-1. Geri Blikar jafntefli eða vinni seinni leikinn mun liðið ná þeim markverða árangri að vera fyrsta íslenska karlaliðið frá upphafi í knattspyrnu til að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni. Seinni leikurinn fer fram á Íslandi.
Við óskum Blikum góðs gengis.