Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Blóðbankann sárvantar blóðgjafir: „Staðan er náttúrulega enn þá grafalvarleg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í síðustu viku kom ákall á Facebook-síðu Blóðbankans um aðstoð blóðgjafa – þar sem blóð, í öllum flokkum, væri af skornum skammti og staðan grafalvarleg.

Í viðtali á fréttavef rúv.is segir Ína Björg Hjálmarsdóttir, deildarstjóri Blóðbankans: „Staðan er náttúrulega enn þá grafalvarleg. Við erum enn að reyna að byggja upp lagerinn. Okkur hefur tekist að afgreiða allt sem beðið hefur verið um en við erum ekki komin með lagerinn þangað sem við þurfum.“

Betur má ef duga skal

Um 90 blóðgjafar svöruðu kalli blóðbankans um helgina en talsvert var um að fólk skilaði sér ekki í bókaða tíma. Slæmt aðgengi að húsinu og gott veður gæti spilað þar inn í.

Bráðnauðskynlegt er að fylla á birgðir bankans fyrir sumarið, en árstímanum fylgi aukinn fjöldi ferðamanna og aukin slysatíðni.

Ína tekur jafnframt fram: „Það sem að við höfum þá gert áður þegar upp hafa komið slík slys er að við höfum verið með allsherjarútkall og opið þá eins lengi fram á nóttina og þurft hefur. Það er náttúrulega ekki óskastaða og þess vegna erum við að reyna að byggja upp lagerinn.“

- Auglýsing -

Mannlíf skorar á alla sem geta að bregðast við kalli Blóðbankans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -