Mánudagur 28. október, 2024
5.1 C
Reykjavik

Blóðmerahald áfram leyft – Reglugerð sett á til þriggja ára

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ákveðið að setja á reglugerð um blóðmerahald sem gildir til næstu þriggja ára eða til 2025. Í reglugerðinni mun koma fram hvað hvaða skilyrði starfsemin þarf að uppfylla og jafnframt að starfsemin sé leyfisskyld.

Mjög skiptar skoðanir eru á meðal hrossabænda um hvort halda skuli blóðmerahaldi áfram á Íslandi. Margir hrossabændur telja þennan rekstur skaða ímynd Íslands sem upprunaland íslenska hestsins. Ísland er eina landið þar sem blóðtaka úr fylfullum og mylkum hryssum er stunduð, en starfsemin er ekki bönnuð með dýraverndunarlögum í neinu Evrópulanda.

Siðferðileg álitamál

Starfshópur matvælaráðherra skilaði af sér áliti um starfsemi við blóðtöku hryssna. Í skýrslunni segir að með slíkri reglugerð yrði hin óljósa réttarstaða starfseminnar færð til betri vegar. Þriggja ára gildistími reglugerðarinnar verði nýttur til að fylgjast með framkvæmd starfseminnar og leggja mat á framtíð hennar. Þá verður efnt til sérstakrar umfjöllunnar um siðferðileg álitamál tengd starfseminni.

Hópurinn telur einnig nauðsynlegt að óháður aðili sannreyni mælingar á blóðbúskap hryssnanna og að skilyrði verði sett um aldursbil hryssna í blóðtöku, hámarksfjölda í stóðum og hámarksfjölda sem dýralæknir má hafa umsjón með í blóðtöku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -