Blöndósingar hafa sett af stað söfnun fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Pétursdóttur iðjuþjálfa sem lést í skotárás á Blönduósi þann 21. ágúst síðastliðinn. Styrktarreikningurinn er í nafni Blönduóskirkju og standa vonir til að sem flestir sjái sér fært um að styrkja fjölskyldun á þessum erfiðu tímum.
Kári Kárason, eiginmaður Evu Hrundar, er kominn til meðvitundar á Landspítalanum. Kári fékk skot í kviðinn og var fluttur á Landspítalann þungt haldinn. Þar hafði hann legið meðvitundarlaus í ríflega viku, eða frá sunnudeginum 21. ágúst, þegar árásarmaður braust inn á heimili hans og myrti Evu.
Sjá einnig: Kári Kárason er kominn til meðvitundar – Kraftaverk segir aðstandandi
Ef þú vilt hjálpa fjölskyldunni á þessum erfiðum tímum þá koma hér reikningsupplýsingar:
Reikningsnúmer: 0307-26-004701
Kennitala: 470169-1689