Föstudagur 13. september, 2024
6.8 C
Reykjavik

Boða mótmæli gegn valdníðslu og ofbeldi lögreglu: „Slíkir einstaklingar ekki starfi sínu vaxnir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

No Borders Iceland boðar til friðsamlegra mótmæla við lögreglustöðina við Hlemm gegn valdníðslu og ofbeldi lögreglu þriðjudaginn 3. september klukkan 17:00.

No Borders Iceland, sem er hreyfing aðgerðasinna sem berjast fyrir réttindum flóttafólks og opnun landamæra, boða nú til friðsamlegra mótmæla við lögreglustöðina við Hlemm. Fjórum meginmálum verður krafist á mótmælunum og eru það eftirfarandi mál: Að 19. grein lögreglulaga verði felld úr gildi, að vopnavæðingu lögreglu verði hætt, að fallið verð frá öllum áformum um fangabúðir ætluðum fullorðnu fólki og börnum á flótta og að lögreglufólk axli persónulega ábyrgð á þátttöku sinni í níðingsverkum, eins og það er orðað.

Hér má lesa yfirlýsingu hreyfingarinnar í heild sinni:

No Borders Iceland boðar til friðsamlegra mótmæla við lögreglustöðina við Hlemm gegn valdníðslu og ofbeldi lögreglu. Ítrekuð harkaleg viðbrögð yfirvalda við lögmætum kröfum almennings fyrir réttlæti, mannhelgi og stuðningi við fólk á flótta. Þessar aðgerðir, ásamt áformum um frekari vopnavæðingu, fangabúðum ætluðum fullorðnu fólki og börnum á flótta og nýsamþykkt lög um forvirkar rannsóknarheimildir, gefa tilefni til mótmæla gegn aðför lögregluyfirvalda að frelsi og réttindum í samfélaginu.

19. grein lögreglulaga og aðför að tjáningarfrelsinu

Þess er krafist að 19. grein lögreglulaga verði felld úr gildi. Hún skyldar almenning til að hlýða lögreglunni án skilyrða. Engum er treystandi fyrir slíku alræðisvaldi, sama hver meintur ásetningur kann að vera. Lögreglan hefur ítrekað beitt því valdi sem greinin færir henni til þess að afnema réttinn til tjáningarfrelsis og mótmæla að eigin geðþótta. Nýleg dæmi eru tilefnislausar árásir lögreglu á almenna borgara við mótmæli í skuggasundi þann 31. maí þar sem lögreglu beytti piparúða gegn friðsömum mótmælendum. Þeir atburðir endurtóku sig síðar 12.júní en þar beytti lögregla einnig piparúða gegn þeim þingmönnum sem hún þóttist standa vörð um.

- Auglýsing -

Það að lögreglan reyni að draga fram þá mynd að mótmælendur séu hættulegir og vafasamir einstaklingar sem eiga allt ofbeldi skilið er stórhættulegt lýðræðinu og tjáningarfrelsinu.

Kynþáttafordómar og ofbeldi gegn jaðarsettum

Þess er krafist að fallið verði frá öllum áformum um fangabúðir fyrir fólk á flótta þar sem lögreglu verður heimilað að færa börn í varðhald. Áformin eru knúin áfram af kerfislægum rasisma og hvítri yfirburðahyggju. Þeirri hugmynd þrælahaldsins að hvít yfirstétt geti hneppt brúnt eða svart fólk í fjötra að eigin geðþótta er harðlega mótmælt.

- Auglýsing -

Vopnavæðing og valdbeiting lögreglu bitnar verst á þeim hópum samfélagsins sem nú þegar verða fyrir hvað mestri mismunun, þá má líka nefna fólk með fíknivanda og geðræn vandmál.

Ábyrgðarleysi og valdafíkn

Lögreglan hefur sífellt falið sig á bakvið þá staðhæfingu að þau séu aðeins að fara eftir skipunum þegar kemur að því að framkvæma níðingsverk. Þegar öllu er á botni hvolft þá eru það ekki ráðamenn sem sjá um að á leita að fylgdarlausum börnum á flótta í felum þegar brottvísa á þeim úr landi.

Staðhæfing lögreglufólks byggir augljóslega á sandi í ljósi þess að í siðareglum lögreglu er það tekið skýrt fram að:

„Starfsmönnum lögreglu er skylt að hlýða löglegum fyrirskipunum yfirmanna um störf sín, svo framarlega að þau brjóti ekki alvarlega gegnsiðferðiskennd hans.“

Ef að níðingsverk á borð við það að senda fylgdarlaus börn á flótta aftur í hættulegar aðstæður fara ekki gegn siðferðislegum áttavita lögreglufólks sem hefur það hlutverk að tryggja öryggi almennings þá er það dagsins ljóst að slíkir einstaklingar séu ekki starfi sínu vaxnir.

Mætum öll fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm og látum í okkur heyra! Einnig er því lögreglufólki sem siðferðislega ofbýður starf sitt velkomið að segja upp störfum og leggja okkur mótmælendum lið.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -