Samtökin Ísland-Palestína boða til mótmæla í fyrramálið.
Í fyrramálið eru fyrirhuguð mótmæli í Skuggasundi 3, þar sem fram fer ríkisstjórnarfundur. Mótmælin hefjast klukkan 8:30 en þar verður þess krafist að ríkisstjórnin setji viðskiptaþinganir á Ísrael vegna þjóðarmorðsins á Gaza.
Í tilkynningu frá samtökunum segir:
„Krefjumst þess að íslenska ríkið taki það hugrakka skref að setja viðskiptaþvinganir á Ísrael og slíti stjórnmálasambandi við þjóð sem fremur þjóðarmorð! Orð duga ekki lengur, þjóðarmorðið stöðvast ekki án aðgerða!“