Hópur mótmælenda hyggst leggjast í gólfið í Kringlunni í dag.
Hópgjörningur hefur verið boðaður vegna ástandsins á Gaza-svæðinu í Palestínu. Fer gjörningurinn fram í dag klukkan 17, í Kringlunni, nánar tiltekið á ganginum nærri Hagkaupum á fyrstu hæð.
Um það bil 70 manns mun þá leggjast á gólf verslunarmiðstöðvarinnar í stíl við gjörning aðgerðasinna á lestarstöð í Osló í síðustu viku. Þegar þátttakendur verða búnir að liggja í 20 mínútur verður lesin yfirlýsing um gjörninginn. Þá verður yfirlýsingin einnig send á fjölmiðla eftir gjörninginn.