Bogi Ágústsson fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu minnist gamals starfsfélaga í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Tilkynnt var um andlát Bjarna Felixssonar í gær en hann lést í Danmörku 86 ára að aldri.
Í færslunni birtir Bogi mynd af 14 stórstirnum RÚV í súpuboði á dögunum og ritar:
„Gamlir og nýir RÚV-starfsmenn í súpuboði hjá Gunnari Baldurssyni leikmyndahönnuði nýlega. Við minnumst Bjarna Fel með hlýju og söknuði.“
Á myndinni eru: Bogi sjálfur, Jónatan Garðarsson, Bjarni Felixson, Rúnar Gunnarsson, Sigurður Hinrik Hjörleifsson, Kristján Kristjánsson, Ómar Ragnarsson, Helgi Seljan, Guðmundur Pálsson, Pálmi Gestsson, Karl Ágúst Úlfsson.
Tengdar fréttir: