Einn ástsælasti fjölmiðlamaður Íslands, Bogi Ágústsson á stórafmæli í dag. Þrátt fyrir að hann beri það ekki með sér á þessi djúpraddaði fréttamaður sjötugsafmæli í dag.
Bogi er eitt af andlitum íslensks sjónvarps og röddina þekkir hvert mannsbarn. Hann hefur verið einn af fréttalesurum Ríkissjónvarpsins frá árinu 1979. Þá hefur Bogi einnig stjórnað fréttatengdum sjónvarpsþáttum á borð við Hringborðið og Viðtalið. Árið 2019 var Bogi sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf á vettvangi fjölmiðlunar og norrænnar samvinnu og er nú í Orðunefnd.
Bogi svaraði fyrirspurn Mannlífs um afmælisdaginn á snaggaralegan hátt enda upptekinn maður: „Ver deginum með fjölskyldunni.“
Mannlíf óskar Boga innilega til hamingju með daginn!