Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Bogi Ágústsson sjötugur: „Ver deginum með fjölskyldunni“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn ástsælasti fjölmiðlamaður Íslands, Bogi Ágústsson á stórafmæli í dag. Þrátt fyrir að hann beri það ekki með sér á þessi djúpraddaði fréttamaður sjötugsafmæli í dag.

Bogi er eitt af andlitum íslensks sjónvarps og röddina þekkir hvert mannsbarn. Hann hefur verið einn af fréttalesurum Ríkissjónvarpsins frá árinu 1979. Þá hefur Bogi einnig stjórnað fréttatengdum sjónvarpsþáttum á borð við Hringborðið og Viðtalið. Árið 2019 var Bogi sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf á vettvangi fjölmiðlunar og norrænnar samvinnu og er nú í Orðunefnd.

Bogi svaraði fyrirspurn Mannlífs um afmælisdaginn á snaggaralegan hátt enda upptekinn maður: „Ver deginum með fjölskyldunni.“

Mannlíf óskar Boga innilega til hamingju með daginn!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -