Löðrið ykkur í sólarvörn og finnið stráhattinn – á morgun verður bongó! Búast má við að hitinn fari upp í 17 stig sunnan til á landinu sunnan til.
Blaðamaður Mannlífs hafði samband við Veðurstofu og spurði veðurfræðing hvort einhverjar líkur væru á hinni svokölluðu ofsa-þoku. „Hvað er það?“ Eftir vandræðalega útskýringu á þokunni sem komi stundum í neðri byggðum borgarinnar þegar það er gott veður, svaraði veðurfræðingur „Það heitir hafgola.“
Hann taldi ekki vera miklar líkur á að hafgolan myndi trufla sólarþyrsta. „Hæg norðanátt og bjart á morgun.“