Hrafn Jökulsson, rithöfundur er að skipuleggja páskaviðburð fyrir börn í þorpinu Ittoqqortoormiit sem er talið vera afskekktasta þorp Grænlands.
Hátt í hundrað börn fá páskaegg og segir Hrafn í samtali við Mannlíf: „Þetta er mesti skákbær Grænlands og hann kemur til með að sjá um allan undirbúning ásamt Margréti Jónasdóttur sem fer til Grænlands.“
Hrafn þakkar fyrir stuðninginn og segir á facebook síðu sinni: „Takk Bónus! Ár eftir ár erum við nestaðir með Bónus-páskaeggjum á hátíðina okkar miklu í afskekktasta þorpi Grænlands, Ittoqqortoormiit. Við Axel Diego leiðangursstjóri tókum hús á heiðursmanninum Gumma í Bónus í dag. Öll börnin í bænum fá glaðning frá Bónus. Lífið er yndislegt.“