Miklar deilur hafa verið innan Eflingar eftir að stjórnin saði öllum starfsmönnum upp. Ákvörðun Sólveigar Önnu Jónsdóttur hefur vakið hörð viðbrögð víða í samfélaginu. Kallað við til krísufundar í gær eftir að starfsfólki barst bréf vegna yfirvofandi uppsagna. Hagvangur mun sjá um að ráða í stöður innan Eflingar en ljóst er að ferlið verður kostnaðarsamt.
Starfsmenn Eflingar eru nú 57 talsins en eftir að ráðið hefur verið á nýjan leik verða stöðurnar 40, og því sautján stöðum færri. Samkvæmt heimildum Vísis mun Hagvangur ráða sex manns í stöðu sviðsstjóra, framkvæmdastjóra og framkvæmdastjóra en kostnaður við það er 890 þúsund krónur. Ráðning skrifstofufólks og annarra sérfræðinga mun kosta 300-445 þúsund krónur á hvern einstakling. Því má gera ráð fyrir að ráðning starfsfólks muni í hið minnsta kosta rúmar fimmtán milljónir.