Fimmtudagur 24. október, 2024
4.9 C
Reykjavik

Borgarbyggð svarar fyrir kindaflutninginn: „Eigendur sauðfjárins greiða allan kostnað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Borgarbyggð barst ábending undir hádegi í dag um að koma ætti með sauðfé á skrifstofu sveitarfélagsins vegna mála er varðar velferð dýra sem ítrekað hafa verið tilkynnt til MAST.“ Svona hljóðar byrjun á svari frá samskiptastjóra Borgarbyggðar vegna spurninga Mannlífs varðandi flutning starfsmanna sveitarfélagsins á fénaði í eigu bændanna á Höfða í Borgarfirði.

Sjá einnig: Nýjar vendingar á Höfða: „Sveitarstjóri er genginn í lið með dýraníðingum“

Nágranni eiganda kindanna fann þær illa til reika á dögunum og veitti þeim skjól og fæði en náði ekki sambandi við bændurnar á Höfða. Hugðist hann því afhenda sveitarstjóra Borgarbyggðar kindurnar. Það sem sagt hugnaðist ekki bæjarstjórn Borgarbyggðar og lét því sækja ærnar og flytja aftur heim á bæ. Fullyrt er í svari Maríu Neves, samskiptastjóra Borgarbyggðar, til Mannlífs, að kosnaðurinn við flutninginn skrifist alfarið á bændurnar á Höfða. Þá vonist Borgarbyggð til þess að Matvælastofnun bregðist við ábendingum er varðar dýravelferð í sveitarfélaginu.

„Út frá dýravelferðarsjónarmiðum var það metið sem svo að farsælasta lausnin væri að hafa samband við eigendur dýranna og koma þeim í réttar hendur, í stað þess að þeim yrði ekið í Borgarnes og þau skilin eftir þar. Eigendur sauðfjárins greiða þann kostnað sem kemur til við þessa flutninga og fellur því enginn kostnaður á sveitarfélagið við þessa aðgerð. Eigendur fá því í kjölfarið reikning fyrir vinnuframlagi starfsmanns. Rétt er að geta þess að unnið er að gerð verklagsreglna er varðar smölun á ágangsfé hjá sveitarfélaginu í samráði við viðeigandi ráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga. Borgarbyggð vonast til þess að MAST bregðist hratt og örugglega við ábendingum sem þeim hafa borist er varðar velferð dýra í sveitarfélaginu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -