Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Borgarleikhúsið óskar eftir 50 milljóna króna styrk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, hefur sent fjárlaganefnd Alþingis erindi þar sem óskað er eftir því að Leikfélag Reykjavíkur fái styrk vegna tekjutaps og þess kostnaðar sem leikfélagið hefur mátt standa straum af vegna kórónuveirufaraldursins.

Uppsafnað tap nemur um 80 milljónum króna og er kostnaður leikhússins vegna hraðprófa áætlaður um 30 milljónir króna á leikárinu.

„Afleiðingar Covid-19 faraldursins hafa komið harkalega niður á Borgarleikhúsinu. Í tuttugu mánuði hafa stjórnendur reynt eftir megni að bregðast við og hagrætt í rekstri með tilheyrandi uppsögunum [sic], frestun sýninga og fækkun verkefna,“ segir í erindinu frá leikfélaginu.

Í upphafi þessa leikárs varð aftur rask á sýningarhaldi vegna nýrrar bylgju faraldursins. Þá var leikhúsum enn á ný óheimilt að fullnýta sæti og sömuleiðis var tekið fyrir veitingasölu. „Síðan hefur verið slakað og hert á víxl og við haft okkur öll við að sigla áfram af krafti.“

Í erindi sínu vekur Brynhildur athygli á því að Leikfélag Reykjavíkur sé ekki á framfæri Reykjavíkurborgar og að starfsmenn Borgarleikhússins séu ekki starfsmenn borgarinnar.

Í erindinu eru rekstrartekjustraumar leikhússins reifaðir; 40 prósent eru í formi framlags frá Reykjavíkurborg á meðan 60 prósent er fé sem kemur inn í gegnum miða- og veitingasölu. Fullyrt er að hlutfall sjálfsaflafjár af heildartekjum sé hvergi með sama móti hjá þeim menningarstofnunum sem leikfélagið ber sig saman við, hvorki hér né á Norðurlöndunum. Til að mynda sé hlutur sjálfsaflafjár Þjóðleikhússins 23 prósent og það sé á framfæri ríkisins „með um tvöfalt hærri opinbera styrki en Borgarleikhúsið en þó minna umfang og minni framleiðslu.“

- Auglýsing -

Sá styrkur sem Leikfélag Reykjavíkur óskar eftir í erindinu til fjárlaganefndar hljóðar upp á 50 milljónir króna „til að mæta því tekjutapi og þeim kostnaði sem félagið hefur orðið fyrir á árinu 2021.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -