Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Borgin fær tíu milljónir í styrk til að auka öryggi hinsegin fólks: „Alið á rangfærslum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannréttinda- og lýðræðisskrifastofa borgarinnar, í samvinnu við samtökin Nordic Safe Cities, hefur hlotið styrk úr norræna LGBTI-sjóðnum hjá NIKK sem er samnorræn samstarfsstofnun sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. Þetta er í fyrsta sinn sem veittur er styrkur til þessa verkefnis en greint er frá þessu á heimasíðu borgarinnar.

Styrkurinn er upp á rúmar 9,7 milljónir króna og er til tveggja ára.

„Hatur og áreitni í garð hinsegin fólks á netinu getur birst með ýmsum hætti allt frá niðrandi athugasemdum til hótana og neteineltis sem getur valdið fólki vanlíðan, dregið fram skaðlegar staðalímyndir og alið á rangfærslum um hópinn. Með fræðslu má sporna gegn þessari þróun en ljóst er að ganga þarf lengra í átt að því að ná markmiðinu. Reykjavík er fyrst borga á Norðurlöndunum sem fær styrk til að auka öryggi hinsegin fólks,“ segir í tilkynningu um styrkinn.

Styrkurinn verður notaður í að greina hatur og áreitni í garð hinsegin fólks á netinu, útbúa verkfærakistu og aðgerðaáætlun sem stuðlar að auknu öryggi hinsegin fólks og kynna verkefnið og yfirfæra á öll Norðurlöndin.

Niðurstöðu verkefnisins verður miðlað til annarra borga sem geta nýtt sér upplýsingarnar til þess að auka öryggi hinsegin fólks.

 

Frá Reykjavík Pride 2023 Mynd: Reykjavík

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -