Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata tilkynnti nú fyrir stundu á Facebook að borgin hefði ákveðið að hlusta á íbúa og íbúaráð um að hætta við að fækka áramótabrennum í ár. Dóra skrifaði: „Ég hef alltaf einsett mér að vera auðmjúk og næm á sjónarmið íbúa út frá mínum lýðræðishugsjónum og reyna að finna eins farsæla lendingu í málum og unnt er. Því er mér ljúft og skylt að taka mið af umræðunni og bregðast við með því að endurskoða fyrri ákvörðun. Hér er um tilfinninga- og hitamál að ræða sem þarf að ígrunda betur að mínu mati. Þegar kemur að umhverfisþættinum þá er ég uppteknari af stærri og áhrifaríkari aðgerðum í þeim efnum en svona token aðgerðum.“
Hér má lesa færsluna í heild sinni:
„Það verða áfram 10 brennur í Reykjavík um áramótin 2024