Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Borgin hættir við fækkun áramótabrenna: „Hér er um tilfinninga- og hitamál að ræða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hætta við að fækka brennum í borginni um næstu áramót.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata tilkynnti nú fyrir stundu á Facebook að borgin hefði ákveðið að hlusta á íbúa og íbúaráð um að hætta við að fækka áramótabrennum í ár. Dóra skrifaði: „Ég hef alltaf einsett mér að vera auðmjúk og næm á sjónarmið íbúa út frá mínum lýðræðishugsjónum og reyna að finna eins farsæla lendingu í málum og unnt er. Því er mér ljúft og skylt að taka mið af umræðunni og bregðast við með því að endurskoða fyrri ákvörðun. Hér er um tilfinninga- og hitamál að ræða sem þarf að ígrunda betur að mínu mati. Þegar kemur að umhverfisþættinum þá er ég uppteknari af stærri og áhrifaríkari aðgerðum í þeim efnum en svona token aðgerðum.“

Hér má lesa færsluna í heild sinni:

„Það verða áfram 10 brennur í Reykjavík um áramótin 2024 🔥

Eftir mikla hvatningu frá íbúum og íbúaráðum hyggjumst við leggja til við umhverfis- og skipulagsráð á næsta fundi að afturkalla tillögu um fækkun brenna sem áður hafði verið boðuð og halda áfram með þær 10 brennur sem haldnar hafa verið í Reykjavík áramótin 2024. Sömuleiðis verði skoðað hvernig hægt er að mæta athugasemdum viðbragðsaðila án þess að afleggja brennurnar.
Ég hef alltaf einsett mér að vera auðmjúk og næm á sjónarmið íbúa út frá mínum lýðræðishugsjónum og reyna að finna eins farsæla lendingu í málum og unnt er. Því er mér ljúft og skylt að taka mið af umræðunni og bregðast við með því að endurskoða fyrri ákvörðun. Hér er um tilfinninga- og hitamál að ræða sem þarf að ígrunda betur að mínu mati. Þegar kemur að umhverfisþættinum þá er ég uppteknari af stærri og áhrifaríkari aðgerðum í þeim efnum en svona token aðgerðum.
Jafnframt leggjum við til að eiga samráð við íbúa og viðbragðsaðila á árinu 2025 um staðsetningarnar til lengri tíma litið þar sem ræddar verði mögulegar nýjar staðsetningar eða aðrar breytingar til að mæta mismunandi sjónarmiðum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -