Sunnudagur 17. nóvember, 2024
-3.6 C
Reykjavik

Borgnesingar mótmæltu komu blóðamerafolalda: „Við lýsum andstyggð okkar á hvers konar dýraníði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinunn Árnadóttir, organisti og hestakona mætti ásamt fleiri dýravinum til að sýna samstöðu en von var á blóðmerafolöldum í Borgarnes til meintra hrossaníðinga sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu.

Sjá einnig: Hestaníðingur fékk leyfi MAST til að kaupa þrjú ný folold: „Matvælaráðherra er algjörlega lamaður“

Gaf Steinunn Mannlífi leyfi til að birta færslu sem hún ritaði á Facebook í morgun:

„Í gærkvöldi var vitað að 3 mánaða blóðmerarfolöld voru á leiðinni í Borgarnes í hendur á dýraníðingum.

Fjöldinn allur af fólki mætti til að sýna samstöðu:
Við lýsum andstyggð okkar á hvers konar dýraníði. Við lýsum andstyggð okkar á þeim sem aðstoða dýraníðinga, þá sem seldu þeim folöldin, þá sem fluttu folöldin og þá sem ætla að hýsa þessa vesalinga.

Takk kæri formaður Hestamannafélags Borgfirðings að styðja okkur sem einstaklingur.“

Gæti verið mynd af animal

Í samtali við Mannlíf sagðist Steinunn ekki hafa talið mannskapinn sem mætti en úti var grenjandi rigning og því flestir í bílum sínum en þeir voru margir. „En þeir sem ég talaði við voru mjög leiðir og reiðir að þetta sé enn látið viðgangast,“ sagði Steinunn.Aðspurð hvort einhver samskipti hafi verið höfð við meinta níðinga sagði hún: „Það var enginn frá þeim og folöldin komu ekki þangað, enda opinbert að við myndum vera á staðnum.“ Vildi hún einnig koma eftirfarandi á framfæri: „Ekki stóð til að gera neitt sem er ólöglegt eða ekki sæmandi. Við vildum bara mótmæla að þessir aðilar fái folöldin í hendur.“

- Auglýsing -

Mannlíf hefur sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra tölvupóst með spurningum varðandi þetta mál og almennt viðlíka mál.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -