Föstudagur 14. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Börn fundu skotvopn á þaki Laugalækjarskóla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skotvopn fannst í gærkvöldi upp á þaki Laugalækjarskóla en það voru þrír piltar sem höfðu klifrað upp á þak skólans sem fundu skotvopnið í poka. Þeir höfðu í kjölfarið samband við lögregluna.

Í samtali við Mannlíf staðfesti Ásmund­ur Rún­ar Gylfa­son, stöðvar­stjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, að um skotvopn væri að ræða en upphaflegar fréttir um málið voru óljósar í þeim efnum. Ekki fundust nein skotfæri á svæðinu.

Að sögn Ásmundar er lögreglan í góðu samstarfi við skólastjórnendur um málið og er unnið að því að upplýsa foreldra um það á góðan og skýran máta. Lögreglan mun skoða myndbandsupptökur úr myndavélum skólans til að reyna komast að því hvernig skotvopnið komst upp á þakið.

Samkvæmt heimildum Mannlífs er um lágt þak á húsnæðinu að ræða sem börn leika sér að klifra upp á reglulega.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -