Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Börn í Grafarholti í hættu vegna gangstéttar sem aldrei er rudd: „Eigðu yndislegan dag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúi í Grafarholti sendi ábendingu á Reykjavíkurborg vegna gangstéttar sem aldrei er rudd og skapar þannig hættu fyrir börn á leið í skólann. Íbúinn var ekki ánægður með svar borgarinnar.

Ógerningur er að ganga á brautinni.
Ljósmynd: Aðsend

Kolbrún Sara Ósk Kristinsdóttir, býr á Kirkjustétt í Grafarholtinu ásamt eiginmanni og börnum. Síðustu þrjú, fjögur ár hefur gangstétt við götuna ekki verið rudd og hafa því nemendur í grunnskólum þurft að ganga á götunn í myrkrinu á leið í skólann. Kolbrún Sara sendi ábendingu til Reykjavíkurborgar vegna málsins en svarið sem hún fékk var ekki henni að skapi. Hér má sjá svarið:

Kolbrún Sara vakti athygli á málinu á Facebook þar sem hún segir að „þjónustuflokkur 4“ sem gangstéttin er sögð vera í í svarinu, þýði að gangstéttin sé aldrei rudd.

„Gangstétt sem hefur ekki verið skafin svo árum skiptir i götunni minni er í þjónustuflokki 4 og það þýðir víst aldrei þjónusta. Þessi gangstétt er alltaf ófær og hún liggur að gangbraut þannig öll börnin hérna megin við götuna verða að labba á götunni í svarta myrkri i skólann sinn því þau komast ekki að gangbraut örugg. Svo senda þau svar með „no reply“ svo ég geti ekki bent þeim á að lítil börn hér eru í hættu. Þá þarf bara að fara með þetta í fréttirnar.“

Börn neyðast til að ganga á götunni.
Ljósmynd: Aðsend

Í samtali við Mannlíf sagði Kolbrún Sara að gangstéttin liggi að einu gangbrautinni að skólanum og að börnin verði að labba á gagnbraut eftir endilangri götunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -