Íbúi í Grafarholti sendi ábendingu á Reykjavíkurborg vegna gangstéttar sem aldrei er rudd og skapar þannig hættu fyrir börn á leið í skólann. Íbúinn var ekki ánægður með svar borgarinnar.
Kolbrún Sara Ósk Kristinsdóttir, býr á Kirkjustétt í Grafarholtinu ásamt eiginmanni og börnum. Síðustu þrjú, fjögur ár hefur gangstétt við götuna ekki verið rudd og hafa því nemendur í grunnskólum þurft að ganga á götunn í myrkrinu á leið í skólann. Kolbrún Sara sendi ábendingu til Reykjavíkurborgar vegna málsins en svarið sem hún fékk var ekki henni að skapi. Hér má sjá svarið:
Kolbrún Sara vakti athygli á málinu á Facebook þar sem hún segir að „þjónustuflokkur 4“ sem gangstéttin er sögð vera í í svarinu, þýði að gangstéttin sé aldrei rudd.
„Gangstétt sem hefur ekki verið skafin svo árum skiptir i götunni minni er í þjónustuflokki 4 og það þýðir víst aldrei þjónusta. Þessi gangstétt er alltaf ófær og hún liggur að gangbraut þannig öll börnin hérna megin við götuna verða að labba á götunni í svarta myrkri i skólann sinn því þau komast ekki að gangbraut örugg. Svo senda þau svar með „no reply“ svo ég geti ekki bent þeim á að lítil börn hér eru í hættu. Þá þarf bara að fara með þetta í fréttirnar.“
Í samtali við Mannlíf sagði Kolbrún Sara að gangstéttin liggi að einu gangbrautinni að skólanum og að börnin verði að labba á gagnbraut eftir endilangri götunni.