Nýr stórhættulegur leikur virðist vera vinsæll hjá krökkum í dag ef marka má færslu sem birtist í Facebook-hópnum Góða systir.
Kona nokkur birti færslu inni í Facebook-hópnum Góða systir þar sem hún lýsir því er hún varð vitni að tveimur drengjum í kringum 10 ára aldurinn. Voru þeir í einhverskonar leik þar sem þeir mana hvorn annan í að biðja ókunnuga um far heim. Ef þeir fá jákvætt svar „þurfa“ þeir að þiggja farið. Ef einhver neitar að leika leikinn mun sá aðili lenda í „veseni“ í skólanum. Ku þetta vera leikur sem krakkar eru farin að leika og vildi konan brýna fyrir foreldrum að ræða við börn sín „áður en þetta fer illa“.
Færsluna má lesa hér fyrir neðan:
„VARÚÐ