Laugardagur 16. nóvember, 2024
0.6 C
Reykjavik

Börn mega ekki lengur gifta sig

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búið er að afnema undanþáguheimild dómsmálaráðuneytisins sem veitti áður fólki undir átján ára aldri leyfi til að ganga í hjónaband. Þetta var gert með nýju frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á hjúskaparlögum, sem samþykkt var á Alþingi nýverið.

Vísir greinir frá þessu. Undanþáguheimildin hefur þónokkuð verið gagnrýnd, sérstaklega eftir fyrirspurn þingmannsins Andrésar Inga Jónssonar um málið á Alþingi árið 2018. Fyrirspurninni var beint til þáverandi dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen. Í svari Sigríðar kom fram að átján börn hefðu fengið undanþágu frá ráðuneytinu til að ganga í hjónaband frá árinu 1998. Af þeim voru sautján stúlkur og einn drengur. Í svarinu kom einnig fram að flest hefðu börnin verið sautján ára þegar undanþágan var veitt og að frá árinu 2013 hefðu fjórar slíkar umsóknir verið samþykktar.

Með samþykkt frumvarpsins var einnig lögfest að gengi fólk í hjúskap erlendis meðan annað hjóna eða bæði væru undir 18 ára aldri, yrði hjúskapurinn ekki viðurkenndur hér á landi. Grunnreglan sem á við hér á landi er áfram sú að uppfylli hjúskapur sem stofnað er til erlendis lög og reglur þar í landi, verði hann viðurkenndur á Íslandi. Einhverjar undantekningar eru á 18 ára reglunni í þessu samhengi, það er ef sérstaklega stendur á og ótvíræðir hagsmunir þess sem var yngri en 18 ára hafi mælt með hjónabandinu. Verður þá horft til þess að viðkomandi verði að minnsta kosti að hafa náð 16 ára aldri þegar hjónavígslan fór fram og hjúskapurinn sé viðurkenndur í því landi sem um ræðir.

Markmið frumvarpsins var að samræma íslensk hjúskaparlög alþjóðlegum tilmælum og viðhorfum varðandi lágmarksaldur þeirra sem ganga megi í hjúskap.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -