Sunnudagur 5. janúar, 2025
-8.2 C
Reykjavik

Börnin bræddu hjarta Margrétar í Vesturbænum: „Varla hægt að hugsa sér fallegri skilaboð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

1. bekkingar í Grandaskóla hafa aldeilis glatt Vesturbæinga með ákaflega skemmtilegu framtaki. Börnin hafa tekið sig til og útbúið hugljúfar kveðjur og hengt þær á hurðarhúna fólks í Vesturbænum. Kveðjurnar hafa vakið mikla lukku ef marka má skilaboðin.

Fylgjendur hópsins Vesturbærinn á Facebook tjáðu ánægju sína og nefndi einn, ég: „fékk líka svona fallegt hjarta á hurðarhúninn minn. Vissi ekki hvaðan það var komið (en veit það núna). Svona falleg kveðja hlýjar manni svo sannarlega um hjartarætur. Takk, 1. bekkingar í Grandaskóla.“

Annar segir að: „ekki sé hægt að hugsa sér fallegri skilaboð og ljóst er að uppátækið hefur vakið mikla ánægju meðal Vesturbæinga ef litið er yfir skilaboðin.“

Aldeilis fallegt framtak sem við eigum vonandi eftir að sjá meira af.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -