Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Brad Pitt glæsilegur á ferðalagi um Ísland – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stórleikarinn Brad Pitt nýtur lífsins heldur betur á Íslandi þess daganna en Hollywood-stjarnan hefur verið að ferðast um landið á mótorhjóli.

Brad hefur látið lítið fyrir sér fara á ferðlaginu en það sást til hans á Húsavík og svo fékk hann sér að borða á Dalakofanum í Reykjadal á laugardaginn var. „Þetta var nokkuð óvænt og ég get alveg viðurkennt það stelpurnar sem eru að þjóna til borðs voru kannski aðeins spenntar en að öðru leyti fékk hann bara að vera í friði,“ sagði Ólafur Sólimann við DV en hann rekur Dalakofann með eiginkonu sinni.

TMZ hefur birt myndband af Pitt að vera undirbúa brottför sína á mótorhjóli en kappinnvar vel klæddur fyrir íslenskar aðstæður en sonur Pitt, sem heitir Pax, lenti fyrir nokkrum vikum í mótorhjólaslysi og þurfti að leggja inn á sjúkrahús um stund. Pax var ekki með hjálm þegar slysið átti sér stað. Fjölmiðlar vestanhafs segja þó að Brad og Pax talist ekki við í dag.

Hægt er að sjá myndbandið af Brad Pitt hér fyrir neðan

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -