Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur þýddi ljóð eftir palestínska ljóðskáldið Mosab Abu Toha og birti á Facebook.
Rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson gerði sér lítið fyrir og þýddi nýtt ljóð eftir ljóðskáldið Mosab Abu Toha, frá Palestínu, sem gengið hefur í gegnum algjört helvíti, eins og aðrir Gazabúar, frá því í október, þó svo að hræðileg meðferð á Palestínubúum hafi staðið yfir í áratugi. Bragi Páll segir frá raunum Mosab í nýrr Facebook-færslu og birtir þýðingu sína á nýlegu ljóði eftir skáldið. Með ljóðinu birti hann teiknaða mynd af karlmanni halda á höfuðlausu barni en myndin er teiknuð eftir hryllingsmyndskeiði sem birtist frá Rafah í gær, eftir enn eina hrottafengna árás Ísraelshers, sem skildi hátt í 50 manns eftir í valnum, flestir þeirra konur og börn. Á teiknuðu myndinni vex þó blóm úr hálsi barnsins.
Hér má lesa færsluna í heild sinni og ljóðið:
„Í október í fyrra, skömmu eftir að þjóðarmorðið í Palestínu hófst, flúði ljóðskáldið Mosab Abu Toha heimili sitt með fjölskyldu sinni, konu og börnum. Þau settust að í Jabaliya flóttamannabúðunum. Nokkrum dögum síðar var Mosab handtekinn ásamt nokkur hundruð öðrum saklausum borgurum, barinn, sveltur og niðurlægður dögum saman. Þegar honum var sleppt var svo búið að sprengja húsið hans. Nokkrum vikum seinna myrtu Zíonistar góðvin hans Refaat Alareer. Hann lét hafa eftir sér nýlega „Á Gaza er dauðinn öruggari en lífið.“