Bragi Páll Sigurðarson heldur upp á 11. ára edrúafmæli í dag.
Rithöfundurinn umdeildi, Bragi Páll Sigurðarson skrifaði færslu í dag á Facebook þar sem hann segir 11. ár liðið frá því að hann gekk inn á Vog. Notar hann tækifærið og bendir á brotalamir í meðferðakerfinu en biðlistar eru þar allt of langir.
Bragi Páll gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta færsluna:
„20. júní 2012 gekk ég inn á Vog.
Systkyni okkar eru að deyja á biðlistum. Ég hefði dáið þar. Lögum meðferðarkerfið. Björgum okkur.“
Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.