Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Bragi Páll rithöfundur: „Þegar ég þekkti ekkert nema ósigra molnuðu öll mín plön niður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Þegar ég þekkti ekkert nema ósigra molnuðu öll mín plön niður,“ segir Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur og sjómaður í viðtali á RÚV við Júlíu Margréti Einarsdóttur og Lovísu Rut Kristjánsdóttur.
Hann tók ákvörðun árið 2012 um að fara í meðferð á Vogi og segir að allt gott sem hafi komið fyrir sig síðan hafi verið vegna þess. Sögupersónur sínar í vinsælum skáldsögum byggir hann að hluta á sjálfum sér á snemmfullorðinsárum, fyrir meðferð.

Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur og sjómaður er kuldaskræfa sem passar sig að eiga alltaf ullarnærföt, buff og sokka og nóg af þessu öllu, sérstaklega í byrjun árs þegar hann fer á sjóinn að veiða með föður sínum. Bragi er ættaður úr Breiðafirði, fæddur í Stykkishólmi þar sem hann bjó fyrstu tæplega fimm árin þar til foreldrar hans skildu og Bragi flutti með móður sinni, Jónu Dís Bragadu,ttir í Mosfellsbæ sem þá var enn nokkuð hrjóstrugur. Faðir Braga, Sigurður Páll Jónsson fyrrum þingmaður Miðflokksins, býr enn í Stykkishólmi svo Bragi ver þar enn miklum tíma. Bragi Páll segir frá uppvextinum, skáldskapnum, heimilislífinu og sinni eftirlætistónlist í Lagalistanum á Rás 2.

Það var áfall

Bragi var því þungarokkari af guðs náð. Hann spilaði á túbu með skólahljómsveitinni og hann er tónvís en hann vildi bara hlusta á harðkjarnatónlist og reka löngutöng framan í heiminn. Síðan uppgötvaði hann tónlist sem hann naut þess að hlusta á en enginn mátti vita það. „Þú máttir í raun ekki hlusta á aðrar tónlistarstefnur þarna 1998-2001 en þungarokk, þá var það að hlusta á rapp ekki smart. Þegar Rottweilerhundar unnu Músíktilraunir, það var bara áfall fyrir okkur. Ég tala ekki um diskópopp, það var það allra lægsta,“ segir Bragi sem komst í kynni við diskóið á ferðalagi með fjölskyldunni um Noreg þegar hann var unglingur. „Við fórum með Norrænu og erum með fellihýsi með okkur, ég er með ferðageislaspilarann og allar þungarokksplöturnar, við erum að tala um Deftones, Slipknot en líka gamalt AD/DC og helstu kempurnar,“ segir Bragi.

Vegur þjáningarinnar liggur til hallar viskunnar

Bragi á góðri stundu
Ljósmynd: Ari Eldjárn

Bragi Páll fór eftir grunnskóla í Menntaskólann í Reykjavík og þaðan í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann fór að finna fyrir reiðileysi því hann vissi ekki hvert hann vildi stefna í lífinu en hann vissi að hann vildi hafa gaman. Það gerði hann lengi vel en brátt fór gamanið að kárna. „Mér gekk ágætlega í grunnskóla og gaggó en í menntaskóla þarftu að fara að læra og það tók mig ofboðslegan tíma að meðtaka og viðurkenna það fyrir mér. Ég er að falla ár eftir ár, druslast á milli skóla en er að læra margt annað en það sem stóð í bókunum og kynnast fólki sem enn eru eins og vinir mínir en það er líka eins og gamla máltækið segir, vegur þjáningarinnar liggur til hallar viskunnar,“ segir Bragi.

Árið 2012 fór hann í meðferð á Vogi, sem hann segir vera eina bestu ákvörðun sem hann hefur tekið. „Það að að vera lúser í svona mörg ár var mjög lærdómsríkt, að upplifa sig svona mikinn bjána var hollt fyrir mig.“

Gamall draumur hefur ræst

Nú hefur gamall draumur ræst, Bragi Páll er orðinn rithöfundur eins og hann ætlaði sér alltaf að verða. Hann byrjaði ungur að skrifa sögur sem voru innblásnar af bókum Þorgríms Þráinssonar, eins og Lalla ljósastaur, og fór með til kennarans í grunnskóla sem las sögurnar upp fyrir bekkinn.  Svo hélt hann úti bloggi, skrifaði dagbækur og ljóð og tók þátt í ræðukeppni framhaldsskólanna. Eftir framhaldsskóla skráði hann sig í ritlist í Háskóla Íslands og kynntist ýmsum áhrifavöldum í lífi sínu, meðal annars ástkonu sinni Bergþóru Snæbjörnsdóttur rithöfundi. „Það sem gerðist var að við fríkin fundum svolítið hvert annað. Ég og Bergþóra, sambýliskona og barnsmóðir, byrjuðum að fella hugi saman þarna í og eftir ritlist og úr þessum hópi hafa komið margir af okkar upprennandi rithöfundum í dag. Svo það er þarna sem ég fer að trúa því að ég geti unnið við að skrifa.“

Hafa gengið í gegnum táradalinn

Það flækir rithöfundarstarfið að það er ekki til neinn leiðarvísir að því hvernig hægt er að verða góður rithöfundur, það dugir ekkert nema æfing. „Aðrir íslenskir rithöfundar eru hjálpfúsir en þeir hafa sjálfir þurft að ganga í gegnum þann táradal sem það er að komast á þennan stað. Það er þessi tíu klukkustunda samúræjaregla að ef þú ætlar að verða góður í einhverju eða eyða mjög miklum tíma í það,“ segir Bragi. „Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það er þreytandi að eyða þúsundum klukkutíma í að skrifa algjört drasl sem þú hendir og enginn hefur sérstaklega gaman af, ekki einu sinni þú sjálfur.“

- Auglýsing -

Næ betur að ramma ástandið

Nýjasta skáldsagan, Arnaldur Indriðason deyr, hefur fengið hífandi viðtökur. Bókinni lýsir höfundur sem skrumskælingu á samfélaginu og þekktum einstaklingum. Fyrri skáldsagan er skrifuð yfir langt tímabil en Arnaldur Indriðason deyr varð til á styttri tíma, sem Bragi segir að hafi sína kosti og galla. „Kostirnir eru þeir að ég næ þá að ramma betur inn það ástand sem ég er í á meðan ég skrifa,“ segir hann. „Austur er þrískipt og marglaga, gerist á þremur mismunandi stöðum yfir langan tíma en þessi bók er meiri þrassmetall. Maður dúndrast í gegnum hana og hún kemur beint í síðuna á manni.“

Bragi var illa sofinn meðan á skrifunum stóð og segir hann að bókin beri þessi merki. Hann og Bergþóra eiga tvö ung börn og annað þeirra fékk fjölmargar pestir á þeim tíma sem bókin var skrifuð. „Það var mikið um hor, slím og niðurgang og það var mikið gubb að gerast á meðan ég var að skrifa hana svo hún verður mjög líkamleg á köflum,“ segir höfundurinn. Aðalpersónunni, Ugga Óðinssyni, lýsir Bragi sem klúðurslegum karakter sem er byggður á honum sjálfum og eigin ósigrum.

Arnaldur Indriðason ekki beðinn um leyfi en rætt við tvo lögfræðingaArnaldur var sjálfur ekki spurður um leyfi fyrir titlinum enda lýsir Bragi honum sem risa á íslenskum bókamarkaði sem hann þori ekki að nálgast. Þó var talað við tvo lögfræðinga sem lásu bókina yfir áður en hún var gefin út til að tryggja að það væru engin lög brotin í

- Auglýsing -

Lovísa Rut Kristjánsdóttir ræddi við Braga Pál Sigurðarson í Lagalistanum á Rás 2. Hér er hægt að hlýða á þáttinn í heild sinni í spilara RÚV.

 

Heimild:

Júlía Margrét Einarsdóttir og Lovísa Rut Kristjánsdóttir. 2022, 13. janúar. Óheiðarleiki og klúður var minn raunveruleiki. Rúv. Slóð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -