Bragi Páll Sigurðarson segir að kalla þurfi hlutina sínum réttu nöfnum og vernda kennara „sem segja satt.“
Rithöfundurinn umdeildi, Bragi Páll Sigurðarson skrifaði færslu á Twitter sem er að gera hægrimönnum lífið leitt. Í færslunni vísar hann til glærumálsins í Verzlunarskólanum og fleiri glæra sem birst hafa í framhaldsskólum landsins þar sem Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni var stillt upp við hlið Mússólíní og Hitler og Sjálfstæðisflokknum líkt við Þýskaland Hitlers. Segir hann að kalla þurfi hlutina sínum réttu nöfnun, Sigmundur Davíð sé þjóðernissinni og Sjálfstæðisflokkurinn þjóðernissinnaður fasistaflokkur. Færsluna má lesa hér fyrir neðan:
„Sjálfstæðisflokkurinn er þjóðernissinnaður fasistaflokkur. Sigmundur Davíð er þjóðernissinni. Köllum hlutina sínum réttu nöfnum, verndum kennara sem segja satt og berjumst gegn snjókornum sem elska að þykjast vera fórnarlömbum og afbaka raunveruleikann.“
Ekki eru allir sáttir við rithöfundinn en Magnús nokkur skýtur föstum skotum á hann í athugasemd: „Hvaða fleiri rangfærslur sem þú sækir í sterkar pólitískar skoðanir þínar viltu kenna í skólum? Ekki stoppa þarna skrifaðu alla námskránna með det samme. Trúi ekki að við hin séum hér til og að hugsa eh annað. Við fiðrildin sem hugsum ekki eins og þú.“
Skotinu svarar Bragi Páll á einfaldan hátt: „Spegill.“
Sjálfstæðisflokkurinn er þjóðernissinnaður fasistaflokkur. Sigmundur Davíð er þjóðernissinni. Köllum hlutina sínum réttu nöfnum, verndum kennara sem segja satt og berjumst gegn snjókornum sem elska að þykjast vera fórnarlömbum og afbaka raunveruleikann.
— Bragi Páll (@BragiPall) January 14, 2023