Bragi Páll Sigurðarson er beittur í nýrri Twitter færslu. Þar segist hann þakklátur fyrir þann brandara sem hann segir heilbrigðiskerfið vera.
Rithöfundurinn umdeildi skrifaði færsluna í dag en þar fer hann mikinn um heilbrigðiskerfið sem hann segir „þjóna þeim eina tilgangi að ríkt fólk geti grætt á veiku fólki.“
„Sitjandi á biðstofu læknavaktar Austurvers í sprenghlægilegri Kafkaískri martröð er ég mjög þakklátur fyrir þann brandara að við höfum ákveðið að búa til heilbrigðiskerfi sem þjónar þeim eina tilgangi að ríkt fólk geti grætt á veiku fólki. Algjört punchline to die for.“
Bragi Páll hélt svo áfram í athugasemd við færsluna:
„Vikulega heyri ég af fólki gangandi á milli örþreyttra lækna með ógreinda kvilla, krabba, veik börn, án þess að fá lausn fyrr en seint og um síðir. Fjölbreyttir valkostir er bara new speak fyrir að gjaldfrjáls heilbrigðisþjónustu er ekki lengur til og einhver er að hagnast á því.“