- Auglýsing -
Rólegt hefur verið hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu í dag. Ölvaður maður var handtekinn en reyndi að hlaupa frá lögreglu og braut síðan rúðu í lögreglubílnum. Hann var vistaður í fangaklefa.
Ökumaður endaði í mýri við flugvöllinn í Reykjavík þegar hann ók í gegnum girðingu. Hann slapp ómeiddur.
Maður var handtekinn eftir að hafa ógnað konu með hníf. Málið er í rannsókn.