Breiðablik varð í gær Íslandsmeistari í knattspyrnu karla eftir 0-3 sigur á Víkingi.
Fyrir leikinn nægði Víkingi jafntefli gegn Breiðabliki í lokaleik deildarinnar og fór leikurinn fram á heimavelli Víkings. Breiðablik lét það þó ekki á sig fá og sigraði leikinn örugglega með þremur mörkum gegn engu. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö mörk í leiknum meðan Aron Bjarnason skoraði eitt. Breiðablik endaði því tímabilið með 62 stig meðan Víkingur lenti í 2. sæti með 59 stig en Víkingur sigraði Íslandsmótið í fyrra.
Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks, var valinn besti leikmaður tímabilsins meðan Benoný Breki Andrésson, leikmaður KR, var valinn sá efnilegasti.