Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Breki og frúin í Þórshöfn: „Af hverju eru vextir á Íslandi svona miklu hærri en í Færeyjum?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Upp úr þurru hefur samkvæmisleikurinn „Frúin í Þórshöfn“ verið uppfærður:

Margfaldaðu 50.000 með fjölda milljóna króna sem þú skuldar í húsnæðislán. Ef lánið þitt stendur í 10 milljónum, er upphæðin 500.000 kr. Standi það í 20 millljónum er upphæðin 1 milljón kr. og svo framvegis.“ Þannig hefst færsla Breka Karlssonar formann Neytendasamtakanna en hún hefur vakið mikla athygli síðan hún birtist á Facebook-síðu Breka í gær. Þar ræðir hann um veruleika íslenskra húseigenda og ber hann saman við veruleika Færeyinga, sem greiða mun minni vexti af sínum húsnæðislánum en Íslendingar.

Breki hélt áfram:

„Þetta er upphæðin sem þú greiðir árlega í vexti af húsnæðisláninu þínu umfram það sem Færeyingar greiða. Ímyndaðu þér svo hvað þú getur gert við peningana sem þú myndir spara ef vextir á íslandi væru á pari við vexti í Færeyjum. Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“

Því næst fer Breki yfir dæmi um þann veruleika sem blasir við Íslendingum:

„Fréttir af lægri verðbólgu eru jafn mikið fagnaðarefni og hátt viðvarandi vaxtastig er mikið áhyggjuefni. Breytilegir vextir húsnæðislána á Íslandi eru nú á bilinu 9-11%, sem er tvöfalt hærra en í Færeyjum (og þrefalt hærra en í Danmörku).
Það þýðir að íslenskt heimili sem skuldar 40 mkr. í húsnæðislán greiðir 167 þúsund krónur hærri upphæð í vexti á mánuði en færeyskt heimili sem skuldar sambærilega upphæð, og 223 þúsund krónur á mánuði hærri upphæð en danskt heimili.

Þarna munar fimm prósentustigum, eða 50.000 krónur á hverja lánsmilljón í vaxtagreiðslur á ári. Þegar fyrst var boðið upp á leikinn fyrir sjö árum, var þessi munur 40% lægri. Vaxtamunurinn var „einungis“ 3% árið 2017.“

Í lok færslunnar kemur Breki með tvær góðar spurningar:

- Auglýsing -
„Að lokum stendur eftir fimmprósenta spurningin: Af hverju eru vextir á Íslandi svona miklu hærri en í Færeyjum? (Bónusspurning: Af hverju er vaxtamunurinn meiri en áður?)
Svörum henni, göngum í að laga það og spörum íslenskum heimilum dágóðar summur.

ps. Myndin sem fylgir er svar myndavitvélar við spurningunni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -