Föstudagur 25. október, 2024
0.4 C
Reykjavik

Brenndu líkneski fyrir framan rússneska sendiráðið – Dagur B. flutti ræðu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flutti ræðu á mótmælum gegn innrásarstríði Rússa í Úkraínu og líkneski var brennt fyrir framan sendiráðið.

Hópurinn Rússar gegn stríðinu og Samtök Hernaðarandstæðinga mótmæltu fyrir framan rússneska sendiráðið í Reykjavík fyrir stundu, í tilefni þess að í dag er liðið ár frá innrás Rússa inn í Úkraínu.

Mótmælafundurinn var nokkuð fjölmennur en haldnar voru nokkrar ræður en meðal ræðumanna var borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson en einnig las rússneska ljóðskáldið Natasha S. ljóð. Þá var líkneski manns í jakkafötum brennt en gömul hefð er fyrir því í Úkraínu og Rússlandi að brenna líkneski til að kveðja veturinn en í þetta skipti var meiningin að kveðja ofbeldi og stríð.

Í viðburðalýsingu hópsins segir: „Þann 24. febrúar komum við saman til að minnast fórnarlamba stríðsins, sýna verjendum Úkraínu stuðning okkar og minnum okkur sjálf og heiminum enn og aftur á að hið góða sigrar hið illa. Að Úkraína mun vinna. Að Rússland verði frítt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -