Brennuvargar voru á ferðinni í Kópavogi í gærkvöld en kveikt var í þremur mannlausum bílum fyrir framan verkstæði við Smiðjuveg í Kópavogi í gærkvöldi. Tilkynnt var um eldinn um klukkan níu í gærkvöldi og að sögn slökkviliðsins var eldurinn ekki mikill. Þá hafi sennilega bensín verið heilt yfir bílana og síðan kveikt í þeim. Ekki liggur fyrir hversu miklar skemmdir hafa orðið við eldinn. Mikið var að gera hjá slökkviliðinu í gær en Björn Ingimarsson, innivarðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, sagði við Vísi að mögulegt væri að dagsetningin spilaði þar inn í. „Það virðast einhverjir brennuvargar vera á ferð. Það er þrettándinn, kannski verið að gera aukabrennnur,“ sagði Bjarni.