Laugardagur 14. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Breytt umhverfi samskipta á tímum samfélagsmiðla – hugsa sig um áður en þumallinn er mundaður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og fjölmiðlakona ræðir um í pistli sínum Er ekki best að sleppa þumlinum? í aðsendum pistli á Vísi í gær sem vert er að velta fyrir sér.

Mannlíf fjallaði um málið í vikunni og kemur þar fram að Logi Bergmann Eiðsson hafi virst gera lítið úr málinu í útsendingu á K-100. Logi sagði í útsendingu hafa haft það betra. Í miðjum þætti fór hann heim og tilkynnti að hann færi í „frí.“ Síðar sama dag gaf hann svo út yfirlýsingu á Facebok um sakleysi sitt og að hann hefði andstyggð á kynferðislegu ofbeldi.

Það vakti sérstaka athygli að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra Sjálfstæðisflokksins líkaði við færslu  og sýndi þannig velþóknun sína og stuðning við málstaðinn. Aðrir sem settu inn athugasemdir við færsluna fordæmdu framgöngu Loga. Hann lokaði á endanum fyrir athugasemdir.

Þórdís skoðar það í pistli sínum hvort það sé ekki orðið tímabært að allar kynslóðir aðlagi sig að breyttu umhverfi samskipta á tímum samfélagsmiðla og hugsi sig tvisvar um áður en þumallinn er mundaður.

Undanfarna mánuði hefur ítrekað ratað í fréttir að háttsett fólk innan þjóðfélagsins setji like, eða jafnvel hjörtu eða önnur tjákn á umdeildar færslur. Þá virðist alltaf sama umræðan fara af stað, hvort verið sé að oftúlka gjörninginn eða hvort sá sem setti þumal á tiltekna færslu sé með gjörningnum að taka afstöðu í viðkvæmu máli.

Stóra spurningin er; er like tjáning? Ertu að tjá skoðun þína á málunum með því að setja þumal við færslu? Sumir telja svo vera og aðrir ekki.

- Auglýsing -

Tjáningarfrelsi er á meðal mikilvægustu réttinda okkar í samfélaginu. Tjáningarfrelsi nær einnig til þeirra sem teljast þjóðþekktir einstaklingar en þessir einstaklingar lúta þó öðrum leikreglum en almenningur, um það verður ekki deilt.

Það liggur í augum uppi að það er gjörningur að bregðast við færslum á samfélagsmiðlum, hvort sem það er tjáning eða ekki. Þú velur að setja like við mynd af barni vinar þíns eða hjarta við fyndið myndband af ketti. Þú tekur ákvörðun um að bregðast við færslu, hver svo sem meiningin á bak við þumalinn er.

Sumir vilja meina að það teljist til ofsókna að setja út á þumlagleði þeirra sem gegna valda- og ábyrgðarstöðum í samfélaginu. En ég spyr, er til of mikils ætlað af þeim einstaklingum að láta hjá liggja að bregðast við færslum sem teljast verulega umdeildar?

- Auglýsing -

Samskiptamynstur okkar hefur breyst gríðarlega, einu sinni var ekki til Messenger og við töluðum saman í síma eða áttum jafnvel pennavini. Nú heyra símtöl nánast til undantekninga og yfir 90% landsmanna nota Facebook. Mögulega er hægt að tala um ákveðið kynslóðabil þar sem yngri kynslóðin túlkar samskipti eða viðbrögð við færslum á samfélagsmiðlum öðruvísi en eldri kynslóðin en ekki má þó gleymast að einstaklingar velja það að setja like, hjarta eða önnur tjákn. Það er val hvers og eins hvort og þá hvernig like-um er útdeilt.

Við erum í miðri byltingu sem er að miklu leyti knúin áfram af yngri kynslóðinni. Byltingin hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum og því má segja að samskiptareglur miðlanna ráði þar miklu. Nú láta konur ekki lengur bjóða sér að á þeim sé káfað, þær séu lítillækkaðar og segja má að tími hins margrómaða „kvennabósa“ sé útrunninn.

Þau mál tengd kynbundnu ofbeldi og áreitni sem hafa verið til umræðu upp á síðkastið eru einungis toppurinn á ísjakanum og fleiri mál munu koma upp á yfirborðið. Kannski er tímabært að allar kynslóðir aðlagi sig að breyttu umhverfi samskipta á tímum samfélagsmiðla og hugsi sig tvisvar um áður en þumallinn er mundaður.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -