Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Brian Pilkinton fékk Covid í afmælisgjöf: „Þetta er búið að vera ansi slæmt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brian Pilkington er nafn sem flestir ef ekki allir Íslendingar þekkja. Brian á afmæli í dag og því ber að fagna. Eru nú liðin 72 ár frá fæðingu hans.

Brian er ensk-íslenskur myndlistamaður sem er fæddur og uppalinn í Liverpool, Englandi. Er hann með BA-gráðu í teikningum frá Háskólanum í Leicester. Árið 1974 flutti Brian til Íslands eftir að hafa heillast af landi og þjóð á ferðalagi og hóf störf í auglýsingabransanum. Árið 1981 kom út bók Guðrúnar Helgadóttur, Ástarsögur úr fjöllunum með myndskreytingum Brians Pilkington og þá var ekki aftur snúið. Í gegnum áratugina hefur Brian myndskreytt fjöldan allan af bókum sem byggja á íslenskum þjóðsögum og þá hefur hann aukreitis samið þó nokkrar vinsælar barnabækur í gegnum tíðina. Brian hefur hlotið tilnefningar og verðlaun fyrir myndskreytingar sínar en 2003 hlaut hann Dimmalimm –  myndskreytingaverðlaunin fyrir bókina Mánasteinar í vasanum.

Jólasveinarnir hans Brian Pilkington eru stórkostlegir

Mannlíf hafði samband við Brian og spurði hann hvort og þá hvernig hann hyggðist halda upp á daginn.

„Ég held upp á hann með Covid. Ég kom frá Frakklandi fyrir um viku síðan og þetta er búið að vera ansi slæmt en ég er aðeins að komast yfir þetta.“ Aðspurður hvort hann fengi ekki einu sinni afmælisköku sagði Brian að kona hans ætlaði að baka handa honum köku seinna í dag.

En hvað er framundan hjá Brian?
„Ég er að teikna allskonar og ég er með barnabók sem kemur kannski ekki út á þessu ári en þá á því næsta. Svo er ég með sýningu í september þar sem ég sýni abstrakt-málverk.“

Mannlíf óskar Brian Pilkington innilega til hamingju með daginn og vonar að hann hristi Covid af sér sem fyrst.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -