Laugardagur 26. október, 2024
4 C
Reykjavik

Brjálað að gera hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar – Sóttu fárveikan skipverja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur haft í nógu að snúast síðasta sólarhringinn en hún annaðist þrjú útköll, þar af tvö út á sjó.

Fram kemur á síðu Gæslunnar að skipstjóri togara hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á þriðja tímanum í nótt vegna bráðra veikinda um borð. Var togarinn þá staddur um 14 sjómílur út af Búðarhorni á Vestfjörðum og var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð á vettvang. Gengu hífingar vel og var skipverjinn fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.

Þá var þyrlan kölluð út í tvígang í gær. Fyrra útkallið kom vegna göngukonu sem datt og slasaðist á fæti á Breiðarmerkujökli en hún var sótt og flutt á Landspítalann. Seinni partinn í gær óskaði svo skipstjóri togara eftir aðstoð þyrlusveitar vegna slyss sem varð um borð. Skipið var þá statt á miðjum Faxaflóa. Kölluð var út áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Gæslunnar, á mesta forgangi. Var skipverjinn hífður um borð í þyrluna á fluttur með hraði á sjúkrahús í borginni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -